Allt starfsfólk skemmtistaða á rétt á því að
- Starfa án þess að verða fyrir ofbeldi eða hótunum
- Starfa án þess að verða fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni
- Finna til öryggis í starfi
Starfsfólk skemmtistaða sem taka þátt í verkefninu „Öruggir skemmtistaðir“ skuldbinda sig til að tryggja öryggi gesta og starfsfólks.
Þau kalla til lögreglu ef upp kemst um:
Ábyrgð dyravarða er að passa:
Dyraverðir stunda góð samskipti og eru yfirvegaðir, kurteisir og staðfastir.
Hafa samband við lögreglu þegar vandamál eru orðin of stór.
Góð samskipti eru: spurningar og beiðnir, bent á staðreyndir og afleiðingum lýst. Eðlileg viðbrögð og útskýringar eru lykillinn.
Dæmi:
Slæm samskipti: ásakanir, sleggjudómar, heimtingar og hótanir.
Dæmi:
Skaðaminnkun er lykillinn í aðstæðum þar sem fólk er farið að reyna að slasa hvert annað. Ef hægt er að tala fólk niður er það besti kosturinn.
Almenna reglan er að tök mega ekki vera hættulegri en ástæða þykir. Helst er hægt að nota armlása,sér í lagi þeir sem slasa ekki og tök sem fella viðkomandi. Hálstök eru í eðli sínu hættuleg, ekki nota þau nema þau séu alveg nauðsynleg.
Til þess að vera góð í lásum og tökum þá er best að finna sér viðeigandi námskeið í þeim efnum.
Ungmenni
Vímuefni
Það má ekki:
Efni þetta er byggt á efni sem unnið var af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg í sambandi við samkomulag sem Reykjavíkurborg, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og Samtök ferðaþjónustu hafa gert til að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum. Fleiri sveitarfélög og lögregluembætti hafa unnið með skemmtistöðum og veitingastöðum á sínu svæði á svipaðan hátt.
Um 15-20 skemmtistaðir taka þátt í verkefninu. Þessir staðir eru merktir með ____