
Heilsugæslan
Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Talaðu við hjúkrunarfræðing
Þú getur leitað til þinnar heilsugæslu til að fá aðstoð vegna ofbeldis. Á dagvinnutíma geturðu alltaf fengið að tala við hjúkrunarfræðing sem aðstoðar þig og vísar þér á viðeigandi aðstoð eftir þörfum. Þú getur annað hvort hringt eða farið á þína heilsugæslustöð.
Þú getur talað líka talað við hjúkrunarfræðing á netinu gegnum netspjall Heilsuveru. Á Heilsuveru er hægt að sjá hver þín heilsugæslustöð er, bóka tíma hjá lækni og hægt að nálgast upplýsingar um allt varðandi heilsu, þar á meðal um ofbeldi.
Margar heilsugæslustöðvar eru með sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Þangað geta ungmenni leitað til að ræða um heilsu sína og líðan.
Á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni er læknir ávallt á vakt. Hér má sjá kort með upplýsingum um allar heilbrigðisstofnanir á landinu.
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, English
Hjúkrunarfræðingar Heilsuveru veita þér ráðgjöf varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu.


