Beint í efni

Sumarið er hafið með sínum björtu nóttum, ilminn af nýslegnu grasi, og ævintýralegum ferðalögum. Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem allir upplifa sig örugga og koma heilir heim.

Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra sem hvetur til árvekni og öryggi þegar við komum saman í sumar. Markmiðið er að minna almenning á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu gegn hvers kyns ofbeldi á bæjar- og útihátíðum landsins í sumar.

Ekki vera þessi gaur

Vitundarvakning fyrir karlmenn um kynferðisofbeldi og að virða mörk.

Kynferðisleg áreitni

Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Nauðgun

Enginn hefur rétt á að þvinga aðra manneskju til að gera eitthvað kynferðislegt sem hún vill ekki gera. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun.