Andlegt ofbeldi
Oft er erfitt að greina andlegt eða tilfinningalegt ofbeldi, en það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, jafnvel verri en líkamlegt ofbeldi. Það er andlegt ofbeldi þegar foreldrar eða aðrir umönnunaraðilar sýna barni viðvarandi neikvætt viðhorf og neikvæðar tilfinningar. Það er andlegt ofbeldi þegar barn verður vitni að ofbeldi milli foreldra sinna.
Dæmi um andlegt ofbeldi:
- Viðhorf eða hegðun sem segir að barnið sé einskis vert, engum þyki vænt um það eða enginn vilji sjá það.
- Algjört aðgerðarleysi, eins og að sýna barninu engar tilfinningar.
- Þegar barn er móðgað, kallað ljótum nöfnum eða komið fram við það á ómanneskjulegan eða niðrandi hátt.