Tilkynningarskylda
Ef þig grunar að barn hefur orðið fyrir ofbeldi, að það búi við óviðunandi aðstæður eða að það sé að stofna heilsu sinni og þroska í hættu þá áttu samkvæmt lögum að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Það geturðu gert með því að hringja í 112. Það á líka að láta vita ef heilsa ófædds barns sé í hættu. Þetta á bæði við um almenning og fólk sem hefur afskipti af börnum vegna starfs síns.
Ef þú hefur áhyggjur af barni en ákveður að láta ekki vita ertu að ákveða að það sé engin þörf á aðstoð. Það er allt í lagi að láta vita þótt þú sért ekki alveg viss. Losaðu þig við áhyggjurnar og beindu þeim í farveg með því að láta barnavernd vita. Barnavernd hefur alltaf velferð barnsins að leiðarljósi.