Hvað er einelti?

Það kallast einelti þegar sömu manneskjunni er oft strítt.

Einelti getur verið:

  • að sparka eða hrinda
  • að stela dóti eða skemma það
  • uppnefna, stríða, baktala
  • útiloka úr vinahópi
  • láta aðra gera eitthvað sem þeir vilja ekki
  • ljót skilaboð á netinu

Einelti særir fólk mjög mikið. Að horfa á og gera ekki neitt er líka að taka þátt í eineltinu. Það er aldrei í lagi að leggja einhvern í einelti.

Segðu einhverjum fullorðnum frá ef þú lendir í einelti eða veist um einhvern sem hefur lent í einelti. Það er alltaf hægt að fá hjálp.

Vanda Sig segir okkur hvernig við getum valið að vera góðar manneskjur og taka ekki þátt í einelti.

Neteinelti

Ekki deila slagsmálavídeóum

Ef þú sérð vídeó af einelti eða slagsmálum ekki deila því, læka eða kommenta. Láttu kennara eða foreldra vita strax.

Hvað á ég að gera ef ég lendi í neteinelti eða því að einhver deili myndum af mér sem ég vil ekki að aðrir sjái?

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi getur gerst í hvaða fjölskyldu sem er. Það getur verið líkamlegt eða andlegt.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.