Ofbeldi er alls konar

Ofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað sem meiðir þig, lætur þér líða illa eða fær þig til að gera eitthvað sem þú vilt ekki. Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru.

Úrræði

Það er alltaf betra að segja frá hvernig þér líður. Hér geturðu skoðað ýmis úrræði sem eru til staðar ef þig vantar ráðgjöf, hvort sem það er vegna þín eða einhvers sem þú þekkir.

Það eru til margar gerðir af ofbeldi

Kona situr á gólfinu. Hugur hennar er í ójafnvægi.

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Fræðsla um ofbeldi fyrir börn og ungmenni

Fræðsla um ofbeldi fyrir börn

Ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig eða lætur þér líða illa. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi. Þú getur alltaf fengið hjálp.

Fræðsla um ofbeldi fyrir unglinga

Ofbeldi gengur út á að stjórna, hræða og niðurlægja hinn aðilann til að ná yfirráðum og viðhalda stjórn. Ofbeldi á sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi.

Meiri upplýsingar

Barn með skikkju.

Ofbeldi gegn börnum - Upplýsingar fyrir fullorðna

Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að passa upp á það. Ef þú veist eða hefur grun um að barn sé beitt ofbeldi áttu að tilkynna það. Góð samskipti og fræðsla er góð undirstaða til að fyrirbyggja ofbeldi og stoppa það eins fljótt og hægt er.

Fjórar manneskjur af mismunandi kynþætti, kynferði og trú.

Fordómar og ofbeldi gegn jaðarsettum hópum

Fólk sem er í jaðarsettum hópum þarf oft að þola hegðun sem aðrir þurfa ekki að þola.

Manneskja horfir á símann sinn og úr honum er öryggismerki.

Öryggi og snjallsíminn

Það er auðvelt að fylgjast með ferðum þínum og athöfnum með snjallsímanum. Þú getur gert margt sem verndar þig ef þú telur að einhver sé að fylgjast með þér með símanum þínum.

Leiðarvísar fyrir þolendur ofbeldis

Leiðarvísar sem útskýra ferlið sem fer í gang þegar lögregla rannsakar heimilis- og kynferðisofbeldi.

Áföll og alvarleg atvik

Það getur alltaf komið upp áföll og alvarleg atvik í lífi bæði fullorðna og barna. Gott er að hafa þekkingu á hvað eðlileg viðbrögð við erfiðum aðstæðum eru og hvernig er best að aðstoða aðra og sig sjálfan.

Þekkir þú ofbeldi?

Hér má finna ýmis dæmi um ofbeldi. Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi?

Kona situr með krosslagðar lappir