Hættustig er í gildi á Reykjanesi vegna jarðhræringa.

Sexan verður haldin fyrir öll í 7. bekk grunnskólum landsins í janúar 2024.

Taktu þátt í Sexunni!

Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá fræðslu í skólum og/eða félagsmiðstöðvum og fá tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, hámark 3 mínútur að lengd. Viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis:

  • samþykki
  • nektarmynd
  • tæling
  • slagsmál ungmenna

Auk þess er opinn flokkur fyrir allt það sem þér finnst mikilvægt að allir krakkar í 7. bekk viti um.

Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki 3 myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 5. til 9. febrúar 2024.

Vinningsmyndirnar verða sendar í alla skóla á landinu og notaðar í fræðsluskyni fyrir öll í 7. bekk. Hér fyrir neðan getur þú fundið allt sem þú þarft að vita um kvikmyndagerð og stafrænt ofbeldi.

Þú getur sent inn mynd eða beðið kennarann þinn að gera það. Hægt verður að senda inn mynd hér á vef 112.is á milli 8. janúar - 28. janúar 2024.

Við hvetjum sérstaklega ungmenni af erlendum uppruna, hinsegin ungmenni og ungmenni með fötlun að taka þátt!

Taktu þátt!

Um Sexuna

Keppnin var fyrst haldin í ársbyrjun 2023 og var mikil þátttaka frá nemendum hvaðanæva af á landsbyggðinni. Markmiðið er að að ungt fólk fræði ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% stráka hafa verið beðin um nektarmynd.

Að Sexunni stendur breið fylking samstarfsaðila sem öll láta sig varða lýðheilsu ungmenna: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi æskulýðsstarfs, Ríkislögreglustjóri, Menntamálastofnun og RÚV.

Hér fyrir neðan má skoða sigurmyndirnar frá 2023, frá Selásskóla í Árbæ, Heiðarskóla í Reykjanesbæ og Suðurhlíðarskóla í Reykjavík.

1.sæti - Selásskóli

3. sæti - Suðurhlíðarskóli

2. sæti - Heiðarskóli Reykjanesbæ

Hvað er stafrænt ofbeldi?

Stundum er maður ekki með á hreinu hvað er ofbeldi og hvað ekki. Hér er greinargóð skilgreining á stafrænu ofbeldi.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Hvernig bý ég til stuttmynd?

Allt sem þú þarft að vita til að búa til stuttmynd er að finna hér - stutt kennslumyndbönd um handritagerð, ljós, hljóð, kvikmyndatöku, leikstjórn, leikmynd, búninga og klippingu.

Hvernig gerir kvikmyndagerðarfólk myndir?

Til að verða flinkur í stuttmyndagerð, þá er stundum gott að spyrja þá sem kunna meira. Hér má finna spjall við helsta kvikmyndagerðarfólk þjóðarinnar, hvert í sínu fagi.

Samstarfsaðilar Sexunnar

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs