Smáraskóli er sigurvegari Sexunnar 2024!

Dómnefnd hefur valið þrjár bestu stuttmyndirnar í Sexunni 2024 og sigurvegarinn er Smáraskóli fyrir stuttmyndina "VINIR Í RAUN". Við óskum þeim innilega til hamingju!

Úrslitin eru sem hér segir:


1. Sæti: Smáraskóli – VINUR Í RAUN. Höfundar: Jane María, Ásta Lind, Alexandra Ósk, Fabian, Sara Björk, Ásdís Elva.

2.sæti Smáraskóli – TÆLING. Höfundar: Zein, Björn, Helgi, Óðinn, Eiður.

3.sæti Hólabrekkuskóli – SAMÞYKKI. Höfundar: Kamilla, Lilla, Majd, Ágústa, Brynjar, Brimir, Haukur, Anna og bekkurinn 71B.

Hvatningarverðlaun: Smáraskóli fyrir stuttmyndina SEGÐU FRÁ. Höfundar: Dagný, Anna, Hanna og Ásthildur.

Hægt er að hlaða myndunum niður í gegnum Youtube með því að smella á hlekkinn með nafni skóla.

Sigurvegari Sexunnar 2024: Smáraskóli - Vinir í raun

2. sæti Sexan 2024 - "Tæling"

3.sæti - Hólabrekkuskóli - "Samþykki"

Hvatningarverðlaun Sexunnar 2024 - Smáraskóli

Meira um Sexuna:

Sexan stuttmyndakeppni er haldin fyrir öll í 7. bekk grunnskólum landsins í janúar ár hvert.

Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá fræðslu í skólum og/eða félagsmiðstöðvum og fá tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, hámark 3 mínútur að lengd. Viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis:

  • samþykki
  • nektarmynd
  • tæling
  • slagsmál ungmenna

Auk þess er opinn flokkur fyrir allt það sem þér finnst mikilvægt að allir krakkar í 7. bekk viti um.

Þú getur sent inn mynd hér eða beðið kennarann þinn eða starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar að gera það. Innsendingargáttin er opin frá 8. janúar til og með 28. janúar 2024.

Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki 3 myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 5. til 9. febrúar 2024. Formaður dómnefndar 2024 er kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z.

Vinningsmyndirnar verða sendar í alla skóla á landinu og notaðar í fræðsluskyni fyrir öll í 7. bekk. Hér fyrir neðan getur þú fundið allt sem þú þarft að vita um kvikmyndagerð og stafrænt ofbeldi.

  • Best er að hafa myndina í "landscape" formatti (16:9) og að myndgæðin séu í 1920x1080px eða hærri.
  • Settu lógó SEXUNNAR í lok myndarinnar (sem endaskilti). Hægt er að sækja það hér neðar á síðunni.
  • Mundu að skráin sem þú skilar þarf að sýna heiti stuttmyndar og nafn skólans þíns.

Við hvetjum sérstaklega ungmenni af erlendum uppruna, hinsegin ungmenni og fötluð ungmenni að taka þátt!

Hvernig veit ég hvað viðfangsefnin þýða?

Hér fyrir neðan er skýr og einföld útskýring á hvað tæling, nektarmynd, samþykki og slagsmál ungmenna er.

Mundu að góð stuttmynd sýnir hvað krakkar geti gert til að hjálpa þeim sem verða fyrir stafrænu ofbeldi.

Hvað er tæling?

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Hvernig get ég hjálpað einhverjum sem verður fyrir tælingu?

Nektarmynd

Manneskja situr við fartölvu en heldur höndunum fyrir andlitið.

Er í lagi að senda einhverjum nektarmynd sem bað ekki um hana?

Samþykki

Er það líka samþykki ef ég sagði já áðan en segi núna nei?

Slagsmál

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.

Hvað gerist ef ég deili slagsmálavideoi?

Taktu þátt!

Um Sexuna

Keppnin var fyrst haldin í ársbyrjun 2023 og var mikil þátttaka frá nemendum hvaðanæva af á landsbyggðinni. Markmiðið er að að ungt fólk fræði ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% stráka hafa verið beðin um nektarmynd.

Að Sexunni stendur breið fylking samstarfsaðila sem öll láta sig varða lýðheilsu ungmenna: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi æskulýðsstarfs, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og RÚV.

Hér fyrir neðan má skoða sigurmyndirnar frá 2023, frá Selásskóla í Árbæ, Heiðarskóla í Reykjanesbæ og Suðurhlíðarskóla í Reykjavík.

1.sæti Sexan 2023 - Selásskóli

2. sæti Sexan 2023 - Heiðarskóli Reykjanesbæ

3. sæti Sexan 2023 - Suðurhlíðarskóli

Hvað þýða viðfangsefnin eiginlega?

Við fengum krakka í sjöunda bekk til að útskýra hvað það þýðir að taka þátt í slagsmálum, senda nektarmynd, hvað tæling er og hvað er að fá samþykki. Ef þig langar að búa til stuttmynd um eitthvað annað sem þér finnst að allir krakkar í 7.bekk ættu að vita, þá er það líka hægt. Mundu bara að sagan verður að vera skýr og hafa byrjun, miðju (eitthvað sem gerist) og endi. Góð stuttmynd sýnir líka hvað krakkar geti gert til að hjálpa þeim sem verða fyrir stafrænu ofbeldi.

Hvað er stafrænt ofbeldi?

Stundum er maður ekki með á hreinu hvað er ofbeldi og hvað ekki. Hér er greinargóð skilgreining á stafrænu ofbeldi.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Hvernig bý ég til stuttmynd?

Allt sem þú þarft að vita til að búa til stuttmynd er að finna hér - stutt kennslumyndbönd um handritagerð, ljós, hljóð, kvikmyndatöku, leikstjórn, leikmynd, búninga og klippingu.

Hvernig gerir kvikmyndagerðarfólk myndir?

Til að verða flinkur í stuttmyndagerð, þá er stundum gott að spyrja þá sem kunna meira. Hér má finna spjall við helsta kvikmyndagerðarfólk þjóðarinnar, hvert í sínu fagi.

Samstarfsaðilar Sexunnar

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs