Sigurvegari Sexunnar 2023 er Selásskóli!
Dómnefndin var einróma í vali sínu á stuttmynd í fyrsta sæti Sexunnar 2023 - stuttmyndin heitir Friend Request og er gerð af þeim Kareni, Agöthu, Söru, Sigrúnu, Izu Söru, Dalíu og Karmen í 7.bekk Selásskóla.
Í umsögn dómnefndar sagði að stuttmyndin væri "vel framsett saga og frábærlega vel leikin. Heldur áhorfandanum vel og hreyfir sannarlega við honum, með sterkum skilaboðum en líka húmor. Hér er augljóst að verkefninu var tekið alvarlega en á sama tíma má finna sköpunargleði allra þátttakanda".
Neyðarlínan og samstarfsaðilar um Sexuna óskar Selásskóla innilega til hamingju með 1.sætið og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.
Horfðu á Friend Request hér og ekki hika við að deila henni sem mest!