Stefna

Stefna Neyðarlínunnar

Neyðarlínan er leiðandi þjónustufyrirtæki á sviði neyðar- og öryggisþjónustu. Eitt samræmt neyðarnúmer 1-1-2, einn einn tveir, hefur sterka ímynd meðal fólksins í landinu.
Neyðarlínan samræmir viðbrögð og boðar björgunar- og neyðarsveitir á öllu landinu og er tengiliður milli landsmanna og viðbragðsaðila. Fyrirtækið stefnir að því að vera ávallt í fararbroddi á sínu sviði.
Neyðarlínan rekur fullkomnustu vaktstöð á landinu sem nýtir það nýjasta á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Þekking og færni starfsfólks er ein dýrmætasta eign sérhvers fyrirtækis og ljóst að hæft starfsfólk er grunnurinn að góðum árangri Neyðarlínunnar.