Hvernig hjálpar þú ástvini sem verður fyrir kynferðisofbeldi?
Trúðu
Þegar einhver segir þér frá kynferðisofbeldi sem hann hefur orðið fyrir ættirðu að trúa því og segja upphátt að þú trúir því.
Hlustaðu
Hlustaðu án þess að trufla eða tala of mikið. Það er eðlilegt að vilja spyrja margra spurninga en það gæti látið manneskjunni líða illa og hljómað eins og þú kennir henni um.
Aldrei kenna þeim um
Kynferðisofbeldi er aldrei þeim að kenna sem verða fyrir því.
Það skiptir ekki máli hvernig fólk er klætt, hvort það var undir áhrifum vímuefna eða hvernig tengslin eru við þann sem beitti ofbeldinu. Kynferðisofbeldi er aldrei í lagi.
Leyfðu þeim að tjá tilfinningar sínar
Leyfðu manneskjunni að gráta, öskra eða þegja eins og hún vill. Það getur verið óþægilegt en það er mikilvægt að hún geti tjáð erfiðar tilfinningar.
Spyrðu áður en þú snertir
Margt fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi finnst snerting óþægileg. Sérstaklega stuttu eftir brotið. Spurðu hvort þú megir knúsa það. Það gefur þeim líka mikilvægt vald til að segja já eða nei.
Bjóddu fram hjálp
Gott er að hvetja fólk til þess að leita sér aðstoðar, til dæmis hjá Bjarkarhlíð. Ákvörðun verður alltaf að vera þeirra. Bjóddu upp á að leita upplýsinga um hvert sé hægt að leita og að koma með í viðtöl.
Mundu að sýna þolinmæði, bataferlið getur tekið langan tíma.