Beint í efni

Nauðungar­þjónusta

Þegar einhver neyðir aðra manneskju til að vinna störf sem eru ekki hluti af þeirra starfi, þá heitir það nauðungarþjónusta og er ein birtingarmynd mansals.

Nauðungar­hjónaband

Þegar einhver þvingar manneskju til að giftast sér til að hagnast á því sjálfur, til dæmis til að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararrétt, þá er það mansal og heitir nauðungarhjónaband.

Kynlífsmansal

Kynlífsmansal er þegar manneskja hagnast á að selja aðgang að líkama annarrar manneskju.

Vinnumansal

Vinnumansal er þegar vinnuveitandi hagnast á vinnuframlagi annarar manneskju.

Kona í búri

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.

Betl

Betl er þegar einhver neyðir aðra manneskju til að biðja um pening á almannafæri í eigin þágu. Betl er ein af birtingarmyndum mansals.

Barnahernaður

Barnahermenn er þegar börn eru heilaþvegin og þjálfuð til að vera hermenn á stríðshrjáðum svæðum, yfirleitt þar sem mikil óreiða og fátækt ríkir.

Manneskja sem situr inni í búri

Brottnám líffæra

Líffæri geta verið gjaldmiðill í hagnýtingu einstaklings og eru þá fjarlægð úr líkama fólks til að selja ólöglega í skipulagðri glæpastarfsemi.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Bella

Bella er ung stúlka frá Suður-Ameríku sem kom til Íslands til að vera au-pair á íslensku heimili. Bella nýtur þess að passa börnin en þorir ekki að segja nei þegar hún er líka látin þjóna heimilisfólkinu og lánuð til að þjóna í veislum hjá vinum þeirra.

Hún fær bara helming af vasapeningunum sem hún á að fá samkvæmt au-pair samningnum. Þegar Bella gerir athugasemd við þetta þá hótar fjölskyldan að hún missi dvalarleyfið og að samningnum verði rift ef hún gerir mál úr þessu.

Er þetta ofbeldi?