Beint í efni
Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.

Nauðungar­hjónaband

Þegar einhver þvingar manneskju til að giftast sér til að hagnast á því sjálfur, til dæmis til að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararrétt, þá er það mansal og heitir nauðungarhjónaband.

Kona hallar sér fram á fæturnar

Kynlífsmansal

Kynlífsmansal er þegar manneskja hagnast á að selja aðgang að líkama annarrar manneskju.

Vinnumansal

Vinnumansal er þegar vinnuveitandi hagnast á vinnuframlagi annarar manneskju.

Kona í búri

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.

Betl

Betl er þegar einhver neyðir aðra manneskju til að biðja um pening á almannafæri í eigin þágu. Betl er ein af birtingarmyndum mansals.

Nauðungar­þjónusta

Þegar einhver neyðir aðra manneskju til að vinna störf sem eru ekki hluti af þeirra starfi, þá heitir það nauðungarþjónusta og er ein birtingarmynd mansals.

Úrræði

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.