Mansal er alvarlegt brot á mannréttindum
Mansal er glæpastarfsemi þar sem verslað er með manneskjur. Oft eru vonir og draumar fólks um betra líf notaðar og fólk þvingað til að lifa lífi sem það bað ekki um.
Mansal birtist á marga vegu. Sumir halda að mansal sé bara vændi og að bara konur geti orðið fyrir því en það er ekki rétt. Þolendur mansals koma oft úr viðkvæmum hópum, til dæmis fólk á flótta eða í leit að betra lífi, fátækt fólk, fólk í neyslu, heimilislaus ungmenni og börn.























