Nauðungar­þjónusta

Þegar einhver neyðir aðra manneskju til að vinna störf sem eru ekki hluti af þeirra starfi, þá heitir það nauðungarþjónusta og er ein birtingarmynd mansals.

Nauðungar­hjónaband

Þegar einhver þvingar manneskju til að giftast sér til að hagnast á því sjálfur, til dæmis til að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararrétt, þá er það mansal og heitir nauðungarhjónaband.

Kynlífsmansal

Kynlífsmansal er þegar manneskja hagnast á að selja aðgang að líkama annarrar manneskju.

Vinnumansal

Vinnumansal er þegar vinnuveitandi hagnast á vinnuframlagi annarar manneskju.

Kona í búri

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.

Betl

Betl er þegar einhver neyðir aðra manneskju til að biðja um pening á almannafæri í eigin þágu. Betl er ein af birtingarmyndum mansals.

Barnahernaður

Barnahermenn er þegar börn eru heilaþvegin og þjálfuð til að vera hermenn á stríðshrjáðum svæðum, yfirleitt þar sem mikil óreiða og fátækt ríkir.

Manneskja sem situr inni í búri

Brottnám líffæra

Líffæri geta verið gjaldmiðill í hagnýtingu einstaklings og eru þá fjarlægð úr líkama fólks til að selja ólöglega í skipulagðri glæpastarfsemi.

Ef þú heldur að þú sért þolandi mansals, getur þú hafið samtal við 112 og fengið hjálp strax.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Bella

Bella er ung stúlka frá Suður-Ameríku sem kom til Íslands til að vera au-pair á íslensku heimili. Bella nýtur þess að passa börnin en þorir ekki að segja nei þegar hún er líka látin þjóna heimilisfólkinu og lánuð til að þjóna í veislum hjá vinum þeirra.

Hún fær bara helming af vasapeningunum sem hún á að fá samkvæmt au-pair samningnum. Þegar Bella gerir athugasemd við þetta þá hótar fjölskyldan að hún missi dvalarleyfið og að samningnum verði rift ef hún gerir mál úr þessu.

Er þetta ofbeldi?

Úrræði

Það er alltaf betra að segja frá hvernig þér líður. Hér geturðu skoðað ýmis úrræði sem eru til staðar ef þig vantar ráðgjöf, hvort sem það er vegna þín eða einhvers sem þú þekkir.

Manneskja heldur á regnhlíf yfir höfði annarar manneskju sem er greinilega leið. Regnhlífin stoppar rigninguna sem kemur úr skýi fyrir ofan höfuð leiðu manneskjunnar.