Mikilvægt að muna
- Þú þarft ekki að skilja lögin sjálf til að vita muninn á réttu og röngu.
- Þú þarft að fara eftir lögum þó þú sért ósammála þeim.
- Handtaka hefur margs konar afleiðingar, ekki bara fangelsisdóm.
Ef þú hefur skoðað kynferðislegar myndir af börnum eða átt kynferðisleg samtöl við ungmenni yngri en 18 ára, geturðu fengið stuðning og upplýsingar um leiðir til að stöðva slíka hegðun.
Átt þú í vanda með skaðlega hegðun á netinu?
Kynferðislegar myndir af börnum:
Hér flokkast allir einstaklingar undir 18 ára aldri sem börn.
Þessi skilgreining nær til mynda, myndbanda eða gervimynda. Allt er þetta ólöglegt.
Myndir af börnum notaðar í kynferðislegum tilgangi
Það að eiga mikið af myndum af börnum sem eru ekki manns eigin á tölvu eða síma er grunsamleg hegðun.
Óvissa um aldur
Ef þú ert óviss um aldur einstaklings þá skaltu hætta að horfa á myndina eða myndbandið og eyða. Það er ekkert grátt svæði. Þú berð ábyrgð á að horfa ekki á kynferðislegt efni af barni.
Aldursmunur
Ef þú ert í kynferðislegum samskiptum við einhvern sem er miklu yngri en þú er valdaójafnvægið þannig að ekki er hægt að taka gilt samþykki barnsins. Slík samskipti eru því ólögleg.
Lögaldur er 18 ára
Einstaklingur þarf að vera orðinn 18 ára til að mega koma fram í kynferðislegu myndefni. Eina undantekningin á því er ef barn er orðið 15 ára þá má barnið taka myndir af sjálfu sér og birta sjálft.
Myndefni sem kemur frá öðru landi
Uppruni myndefnis skiptir ekki máli. Ef þú ert á Íslandi að skoða efnið þá fer það eftir íslenskum lögum.
Ég er ekki Íslendingur
Öll kynferðisleg hegðun sem tengist börnum er ólögleg á Íslandi. Það skiptir engu hvaðan þú kemur.
Afleiðingar fyrir að vera handtekinn fyrir að horfa á, eiga eða deila kynferðislegu efni af börnum er miklu meira en bara að eiga hættu á að fara í fangelsi.
Mál af þessum toga eru vinsæl á fréttamiðlum og samfélagið dæmir fólk fljótt. Handtaka eða grunur getur því haft áhrif á umgengni þína við börnin þín, sambönd þín, fjárhagsstöðu og starfsmöguleika þína.
Ef þú hefur áhyggjur af hegðun þinni á netinu og vilt breyta henni þá skaltu kíkja á Taktu skrefið. Á vefsíðunni þeirra má finna mikið af fræðsluefni og sjálfshjálparefni og þú getur einnig haft samband til að fá ráðleggingar.
Með því að vera að leita þér af upplýsingum eins og er að finna hér þá ertu að taka skref í rétta átt.
Ef ólögleg kynferðishegðun þín á netinu er til rannsóknar hjá lögreglu, þá er hægt að fá stuðning og ráðgjöf. Hér eru gagnlegar upplýsingar um ferlið.