Hvað er heimilisofbeldi?

Heimilisofbeldi er þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér. Til dæmis einhver í fjölskyldunni eða kærasti eða kærasta. Að horfa upp á aðra á heimilinu vera beitta ofbeldi er líka ofbeldi.

Heimilisofbeldi getur til dæmis verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt eða vanræksla.

Fáðu hjálp

Enginn á að þurfa að lifa við ofbeldi. Best er að segja einhverjum fullorðnum sem þú treystir.

Hafðu samband við 112 ef þú býrð við ofbeldi

Saga af heimilisofbeldi

Sóley er 13 ára stelpa sem ólst upp við heimilisofbeldi. Hér lýsir hún því hvernig það var. Hún hefur nú flutt á annað heimili með mömmu sinni. Í dag er hún glöð og býr við öryggi.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.